Leigutakar og fasteignir

Fasteignasafn Reita samanstendur af um 135 fasteignum og mælist um 460 þúsund fermetrar

Lykiltölur um eignasafnið


Virði tekjuberandi eigna í árslok 2023 eftir tegundum

Virði tekjuberandi eigna Reita í árslok 2023 eftir tegundum

Fjárfestingareignir Reita hafa verið valdar af kostgæfni yfir langt tímabil. Samsetning safnsins miðar að því að hámarka ávöxtun á sama tíma og hugað er að áhættudreifingu hvað varðar svæði, atvinnugreinar og mótaðila.


Verðmat fjárfestingareigna

Fjárfestingareignir

189.969 millj. kr.

- Virði fasteigna

175.367 millj. kr.

- Virði þróunareigna

8.615 millj. kr.

- Virði nýtingarrétta lóðaleigusamninga

5.987 millj. kr.

Fjárfestingareignir Reita skiptast í tekjuberandi og ótekjuberandi eignir. Í efnahagsreikningi félagsins er virði nýtingarrétta lóðaleigusamninga að auki fært meðal fjárfestingareigna á móti samsvarandi skuldbindingu.


Sundurliðun á virði eignasafnsins

Virði 10 verðmætustu tekjuberandi eigna sem hlutfall heildarvirðis

46%

Virði 50 verðmætustu tekjuberandi eigna sem hlutfall heildarvirðis

82%

Virði 50 verðminnstu tekjuberandi eigna sem hlutfall heildarvirðis

9%

Tíu verðmætustu tekjuberandi fasteignir Reita:

Skrifstofuhúsnæði:
Vínlandsleið 12-16 og Höfðabakki 9 og 9a

Verslunarhúsnæði:
Kringlan og Holtagarðar

Hótel og annað húsnæði:
Skútuvogur 7-9 (vöruhús Aðfanga), Laugavegur 66-70 (Hótel Alda), Nauthólsvegur 50 og 52 (Hótel Natura ásamt skrifstofubyggingu), Pósthússtræti 9 og 11 (Hótel Borg), Suðurlandsbraut 2 (Hilton Nordica), Ármúli 7 og 9 (Hótel Ísland og Klíníkin),

Verðmætustu tekjuberandi reitirnir innan eignasafns Reita


Kringlan

Kringlan er stærsta einstaka eign Reita. Deiliskipulagsvinna fyrir fyrsta áfanga, á horni Listabrautar og Kringlumýrarbrautar, er unnin náið með Reykjavíkurborg og vonast er til þess að afgreiðsla á deiliskipulagi til auglýsingar geti orðið undir lok ársins. Svæðið er skipulagt samkvæmt kröfum BREEAM Communities vistvottunarstaðalsins.


Hótel Borg og Austurvöllur

Reitir eiga nokkurn fjölda sögufrægra eigna rétt við Austurvöll. Hótel Borg, gamla pósthúsið sem nú hýsir geysivinsæla mathöll og lengju húsa við norðurenda Austurvallar. Félagið leggur mikið upp úr því að varðveita arkitektúr húsanna og sinna þeim þannig að sómi sé að fyrir leigutaka og alla sem eiga leið um borgina.


Vínlandsleið

Vínlandsleið

Í fasteignum Reita við Vínlandsleið eru aðallega skrifstofurými. Þau eru að miklu leyti í útleigu til opinberra aðila. Um er að ræða þrjár byggingar, Vínlandsleið 2-4, 6-8 og 12-16. Samtals mælast eignirnar tæpir 16 þúsund fermetrar.


Ármúli 7-9, Hótel Ísland og Klíníkin

Hótel Ísland og Klíníkin

Unnið er að stækkun og endurbyggingu húsnæðis á reitnum í tengslum við aukin umsvif Klíníkurinnar. Áætlað er að húsnæðið verði afhent Klíníkinni á árinu 2025. Á reitnum eru, auk framhúsanna tveggja, ný tengibygging og töluverð bakhús.


Höfðabakki 9

Á lóðinni við Höfðabakka 9 eru tvær byggingar sem hýsa aðallega skrifstofustarfsemi. Á lóðinni er einnig byggingarreitur. Húsin eru samtals um 24 þúsund fermetrar.


Holtagarðar

Holtagarðar skiptast í um 21 þúsund fermetra verslunar- og skrifstofurými auk um 15 þúsund fermetra lagerrými. Verslunarhluti húsnæðisins var endurnýjaður verulega árið 2023 og þar opnuðu fimm nýjar verslanir við frábærar viðtökur.


Hilton Reykjavik Nordica

Húsnæði Hilton Nordica við Suðurlandsbraut er rúmlega 15 þúsund fermetrar að stærð. Þróunarmöguleikar eru á lóðinni sem er nokkuð stór en Reitir keyptu um 1.500 fermetra verslunarhúsnæði á bak við hótelið, Hallarmúla 2, fyrir nokkrum árum með mögulega framtíðarþróun í huga.



Nauthólsvegur 50-52

Tvær samliggjandi byggingar, annars vegar húsnæði Hotel Reykjavik Natura og hins vegar samliggjandi skrifstofubygging. Saman eru byggingarnar um 19 þúsund fermetrar. Þróunarmöguleikar eru til skoðunar á lóðinni.

Laugavegur 66-70

Hotel Alda Reykjavik er til húsa að Laugavegi 66, 68, 70 og 70b. Á jarðhæð hótelsins eru veitingarými og fleiri rými sem tilheyra hótelinu. Húsin eru samtals tæpir 4.100 fermetrar, þau voru byggð á árunum 1902, 1920 og 1968 og hafa öll verið gerð upp á vandaðan og skemmtilegan hátt.


Skútuvogur 7-9

Rúmlega 16.500 fermetra vel staðsett vöruhús sem hýsir Aðföng.

Tekjur og viðskiptavinir


Leigutekjur

15.107 millj.kr.

Reiknuð leiga óútleigðra rýma

656 millj.kr.

Nýtingarhlutfall (tekjuvegið)*

96%

Fjöldi viðskiptavina

~500

* að teknu tilliti til reiknaðrar leigu óútleigðra rýma

Rekstraráhætta Reita er lágmörkuð með miklum fjölda traustra leigutaka með fjölbreyttu húsnæði á nokkrum svæðum. Reitir leggja höfuðáherslu á góð tengsl við viðskiptavini og er fjöldi leigusamninga byggður á áratugalöngu samstarfi. Oft á tíðum er ímynd fyrirtækis nátengd því húsnæði sem það er staðsett í.


Flokkun leigutekna eftir tegundum aðila

Flokkun leigutekna eftir tegundum aðila. 50% stórft., 33% önnur ft. og 17% opinberir aðilar.

Með því að eiga í viðskiptasambandi við mikinn fjölda ólíkra fyrirtækja og ólíkra opinberra stofnana verða heildarleigutekjur félagsins ónæmari fyrir sveiflum í ákveðnum atvinnugreinum. Félagið flokkar leigutaka í opinbera aðila, stórfyrirtæki og önnur fyrirtæki. Í flokknum stórfyrirtæki eru leigutakar sem eru á listanum 300 stærstu sem gefinn er út af Creditinfo, auk nokkurra erlendra stórfyrirtækja.

Stærstu opinberu leigutakar Reita eru Ríkiseignir, Landspítali - háskólasjúkrahús og heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins.


Stærstu viðskiptasambönd Reita

STÆRÐ VIÐSKIPTASAMBANDS

HLUTFALL LEIGUTEKNA

Opinberir aðilar

17%

Aðilar að baki 5-10% leigutekna hver

23%

- Berjaya Hotels Iceland (8%)

- Hagar (14%)

Aðilar að baki 2-5% leigutekna hver

11%

- Advania

- Hótel Borg

- Húsasmiðjan

- Samkaup

Aðilar að baki 1-2% leigutekna hver

12%

- Alvotech

- Geymslur

- Hótel Ísland

- Icelandair

- Krónan

- Origo

- Parlogis

- Sjóvá

Um 500 aðilar að baki <1% leigutekna hver

38%


Landfræðileg dreifing leigutekna og fasteigna árið 2023

Rúmlega 90% leigutekna Reita koma frá höfuðborgarsvæðinu. Kortið sýnir landfræðilega skiptingu leigutekna ársins 2023 ásamt landfræðilegri dreifingu eignavirðis í árslok.

Um 3% leigutekna félagsins og um 4% virðis eignasafnsins er á Akureyri. Um 5% tekna og virðis er á öðrum stöðum.

Hægt er að þysja inn á kortið og sjá hlutdeild hvers svæðis í tekjum ársins og virðismati í árslok.

Fasteignir Reita í árslok 2023

Kortið sýnir allar eignir Reita. Hægt er að þysja inn og út á kortinu til að sjá höfuðborgarsvæðið betur eða til að sjá fasteignir á landsbyggðinni.