Starfsemi ársins

Fjárfesting í vel heppnuðum verkefnum unnin í nánu samstarfi við leigutaka einkenndu árið 2023

Verkefni ársins

Fjárfestingaverkefni undanfarinna missera bera vitni um hugvit, reynslu og getu til að þróa verðmætar fasteignir og verðmæta staði sem eru eftirsóttir og verðmæt viðbót í eignasafn Reita.


Stækkun Klíníkurinnar Ármúla 7-9

Reitir sömdu við Klíníkina um uppbyggingu á læknamiðstöð í Ármúla 7 og 9 á seinni hluta ársins 2022. Klíníkin mun áfram leigja hluta Ármúla 9 en stækka starfsemi sína yfir í aðliggjandi byggingar í Ármúla 7, tengibyggingu milli húsanna auk bakhúss.

Eftir stækkunina verður húsnæði Klíníkurinnar um 7.000 fermetrar að stærð.

  • Ármúli 7-9 bakhús - Klíníkin

    Arðbært verkefni þar sem sérhæfing leigutaka og leigusala spilar saman

    Fjárfesting Reita í verkefninu nemur um 2,8 milljörðum króna. Tekjuaukning er áætluð um 270 m.kr. á ársgrunni og aukning rekstrarhagnaðar um 220 m.kr. Áhrifin munu þó ekki koma fram svo nokkru nemi fyrr en eftir afhendingu Ármúla 7 til Klíníkurinnar á seinni hluta ársins 2024.  

  • Eina einkarekna skurðaðgerðaþjónusta landsins með leyfi fyrir legudeild

    Eina einkarekna skurðaðgerðaþjónusta landsins með leyfi fyrir legudeild

    Á Klíníkinni eru í dag fjórar skurðstofur sem búnar eru nýjustu tækjum og búnaði. Klíníkin er eina einkarekna skurðaðgerðaþjónusta landsins sem hefur leyfi til reksturs legudeildar sem opnar okkur möguleika á stærri aðgerðum.

  • Stórar byggingar sem leyna á sér

    Stórar byggingar sem leyna á sér

    Nokkuð stór bakhús eru á lóðinni sem nú er verið að endurbyggja á eldri grunni. Ný tengibygging milli húsanna fer að rísa á næstu mánuðum.


Holtagarðar

Holtagarðar fékk afar vel heppnaða upplyftingu á árinu. Fimm nýjar verslanir hafa opnað og viðtökur verið vonum framar.

  • Stærstu outlet landsins á einum stað

    Í október 2023 opnuðu þrjú af stærstu fyrirtækjum landsins í fatnaði og skóm outlet í Holtagörðum. Verslanirnar opnuðu þann 26. október og hafa viðtökur verið vonum framar. Í júlí opnaði Bónus nýja tvöfalt stærri verslun og í nóvember opnaði verslunin Partyland í Holtagörðum.

  • Holtagarðar - 37 þúsund fermetra bygging

    Endurhannað verslunarsvæði

    Í breytingunum sem voru gerðar á húsinu á árinu 2023 var sameignin minnkuð, inngöngum fjölgað og rúllurampur tekinn og ný lyfta sett í staðinn. Húsið verður þannig hagkvæmara í rekstri og þægilegra fyrir gesti.

  • Holtagarðar

    Mikill sýnileiki verslana

    Húsnæðið hefur fengið nokkra yfirhalningu að utan og nýtur mikils sýnileika frá Sæbraut.

Fleiri verkefni


  • Vöruhús Aðfanga stækkar

    Vöruhús Aðfanga við Skútuvog 7-9 stækkar

    Viðbygging við vöruhús Aðfanga í Skútuvogi var afhent á haustmánuðum. Heildarstærð viðbyggingarinnar er um 2.700 fermetrar og hafa um þrír fjórðungshlutar hennar þegar verið afhentir. Húsið er um 16.500 fermetrar í dag.

  • Heilsugæslan í Spönginni

    Gagngerar endurbætur standa yfir bæði innanhúss og utan í tengslum við nýjan langtímasamning við heilsugæsluna í Spönginni. Húsnæðið er um 1.150 m2 og afhending er áætluð á fyrri hluta ársins.

  • Stækkun Pósthúss mathallar

    Stækkun Pósthúss mathallar

    Árið 2023 var fyrsta heila rekstrarár Pósthúss matallar. Mathöllin hefur slegið svo í gegn hjá íbúum jafnt sem ferðamönnum þannig að tvær stækkanir á húsnæðinu hafa reynst nauðsynlegar.

Gildi Reita

Samvinna er eitt gilda Reita.
Fagmennska er eitt gilda Reita.
Jákvæðni er eitt gilda Reita.

Viðurkenndir góðir stjórnarhættir

Reitir hlutu á árinu viðurkenningu VÍ, SA, Nasdaq og Stjórnvísi sem fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum. Reitir hafa hlotið viðurkenninguna árlega síðan 2015.

Stjórn Reita

  • Þórarinn V. Þórarinsson

    Þórarinn V. Þórarinsson

    STJÓRNARFORMAÐUR

    Þórarinn er fæddur 1954 og hefur verið í stjórn Reita síðan 2009. Hann hefur starfað sem hæstaréttarlögmaður síðan 2002 og starfar á eigin lögmannsstofu, Advocatus slf. Þórarinn er meðstjórnandi í Líflandi ehf., Nesbúeggjum ehf., Grana ehf. og Forsa ehf.

  • Elín Árnadóttir

    Elín Árnadóttir

    Elín Árnadóttir, fædd 1971, tók sæti í stjórn Reita 2023 en sat einnig í stjórn frá 2010 til 2019. Elín er viðskiptafræðingur að mennt. Elín starfaði hjá Isavia og forverum félagsins frá árinu 2001 til loka árs 2022, m. a. sem forstjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, framkvæmdastjóri fjármálasviðs og aðstoðarforstjóri. Elín situr í stjórn Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar Kadeco.

  • Gréta María Grétarsdóttir

    Gréta María Grétarsdóttir

    VARAFORMAÐUR STJÓRNAR

    Gréta María Grétarsdóttir, fædd 1980, var kosin í stjórn Reita árið 2021. Gréta María er verkfræðingur frá Háskóla Íslands og starfar sem forstjóri Heimkaupa. Gréta María situr í stjórn Indó Sparisjóðs ásamt því að sitja í landsstjórn Rauða krossins á Íslandi.

  • Guðmundur Kristján Jónsson

    Guðmundur Kristján Jónsson

    Guðmundur Kristján Jónsson, fæddur 1988, tók sæti í stjórn Reita árið 2023. Hann er húsasmiður og skipulagsfræðingur frá University of Waterloo og starfar sem framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs hjá Genís hf. Guðmundur Kristján er stjórnarformaður Nebraska ehf.

  • Kristinn Albertsson

    Kristinn Albertsson

    Kristinn er fæddur 1965 og tók sæti í stjórn Reita árið 2017. Kristinn er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og hefur starfað sem fjármálastjóri Samskipa-samstæðunnar síðan 2007. Hann situr í stjórnum ýmissa dótturfélaga Samskipa og skyldra félaga.

Skipurit Reita fasteignafélags hf.

Framkvæmdastjórn

  • Guðjón Auðunsson

    Guðjón Auðunsson

    Guðjón er rekstrarhagfræðingur fæddur 1962. Hann hefur verið forstjóri Reita frá september 2010.  Guðjón hefur gegnt stjórnunarstörfum í íslensku atvinnulífi um árabil, lengst af hjá Eimskip og Olíufélaginu Esso/N1. Guðjón er stjórnarformaður Rekstrarfélags Kringlunnar og stjórnarmaður í dótturfélögum Reita.

  • Einar Þorsteinsson

    Einar Þorsteinsson

    FJÁRMÁLASTJÓRI OG STAÐGENGILL FORSTJÓRA

    Einar Þorsteinsson, fæddur 1978, hóf störf hjá Reitum 2008. Einar hefur lokið B.Sc. prófi í viðskiptafræðum frá Háskólanum í Reykjavík og prófi í verðbréfamiðlun.

  • Friðjón Sigurðarson

    Friðjón Sigurðarson

    FRAMKVÆMDASTJÓRI ÞRÓUNARSVIÐS

    Friðjón Sigurðarson, fæddur 1978, hóf störf hjá Reitum árið 2013. Friðjón hefur lokið M.Sc. prófi í byggingarverkfræði frá DTU í Danmörku.

  • Ingveldur Ásta Björnsdóttir

    Ingveldur Ásta Björnsdóttir

    FRAMKVÆMDASTJÓRI VIÐSKIPTAÞRÓUNARSVIÐS

    Ingveldur Ásta Björnsdóttir, fædd 1982, hóf störf hjá Reitum árið 2023. Ingveldur hefur lokið B.S.c prófi í viðskiptafræðum frá Háskólanum í Reykjavík og er með MPM próf í verkefnastjórnun frá sama skóla.

  • Jón Kolbeinn Guðjónsson

    Jón Kolbeinn Guðjónsson

    FRAMKVÆMDASTJÓRI EIGNAUMSÝSLUSVIÐS

    Jón Kolbeinn Guðjónsson, fæddur 1984, hóf störf hjá Reitum 2023. Hann er byggingartæknifræðingur frá Háskólanum í Aarhus og er með M.Sc. próf í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

  • Kristófer Þór Pálsson

    Kristófer Þór Pálsson

    FRAMKVÆMDASTJÓRI VIÐSKIPTASVIÐS

    Kristófer Þór Pálsson, fæddur 1981, hóf störf hjá Reitum árið 2016.  Kristófer hefur lokið B.Sc. prófi í viðskiptafræðum frá Háskólanum í Reykjavík og prófi í verðbréfamiðlun.

  • Ragnheiður M. Ólafsdóttir, hrl.

    Ragnheiður M. Ólafsdóttir, hrl.

    FRAMKVÆMDASTJÓRI LÖGFRÆÐISVIÐS

    Ragnheiður M. Ólafsdóttir, fædd 1972, hóf störf hjá Reitum 2014. Ragnheiður lauk Cand. Jur. prófi frá Háskóla Íslands og er með málflutningsréttindi fyrir Héraðsdómi, Landsrétti og Hæstarétti.